Ávörp og
stjórn

Ávarp stjórnarformanns

 
 
Afkoma Regins á árinu 2018 er góð og byggir á traustum grunni. Hagnaður eftir skatta nam 3.226 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins á árinu námu 8.288 milljónum króna þar af námu leigutekjur 7.737 milljónum króna og hækka um 17% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir hækkaði einnig um 19%.

Fjárfestingar félagsins voru umfangsmiklar á árinu, bæði í kaupum á félögum og fasteignasöfnum sem og með nýfjárfestingu í núverandi eignum félagsins. Staða um áramót var þannig að virði eignasafns félagsins er að nálgast 130 milljarða. Á árinu 2018 var ákveðið að fara í verulegar hlutafjáraukningar í tengslum við fjárfestingar og nýju hlutafé varið til að greiða fyrir hluta af eignasöfnunum FM hús ehf., HTO ehf. og FAST-2 ehf.

Frá vori 2017 hefur félagið verið með útgáfuramma sem myndar umgjörð utan um útgáfu félagsins á skuldabréfum. Þessi rammi hefur verið nýttur á árinu 2018 í tengslum við framangreindar fjárfestingar, en í september lauk lokuðu útboði á nýjum skuldabréfaflokki félagsins, sem gefinn var út undir útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf fyrir rúmlega 17 milljarða, skuldabréfin bera 3,6% fasta verðtryggða vexti, eru til 30 ára og voru seld á pari. Sannaði þetta aftur hve mikilvægur skuldabréfarammi félagsins, sem komið var á fót 2017, er fyrir félagið. Mun hann styðja við áframhaldandi vöxt og endurfjármögnun núverandi skulda en framundan eru stór verkefni á því sviði.
 
Á árinu 2018 fóru mörg af fjárfestingarverkefnum Regins undanfarinna ára að bera ávöxt. Haustið 2018 var tekið í notkun nýtt alhliða íþróttahús við Egilshöll sem Reykjavíkurborg leigir að stærstum hluta fyrir íþróttafélög borgarinnar. Lykil útleigurými í Smáralind sem hefur verið haldið frá fyrir leigutaka sem standast kröfur verslanamiðstöðvarinnar voru leigð út á árinu 2018. Sum þeirra eru komin í rekstur en önnur verða tekin í notkun á fyrrihluta árs 2019. Reginn fékk einnig afhent hluta af þeim verslunarrýmum sem félagið hefur fest kaup á á Hafnartorgi. Næstu opnanir á Hafnartorgi verða á vormánuðum 2019 og síðustu rými haustið 2019. Hluti þessa verkefna hefur skilað sér seinna á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir en þau verkefni munu skila félaginu auknum tekjum til framtíðar.
 
Stærsta fjárfesting félagsins á árinu 2018 voru þó kaupin á dótturfélögum FAST-1 slhf, þ.e. HTO ehf. og FAST-2 ehf. sem fara t.a.m. með eignahald á Katrínartúni 2 og Borgartúni 8-16. Þetta er einnig stærsta fjárfesting félagsins frá upphafi. Með kaupunum á HTO ehf. er Reginn að bæta hágæða skrifstofurými við vöruframboð sitt en eftirspurn eftir slíku húsnæði er til staðar.
 
Á undanförnum árum hefur samhliða stækkun og þróun eignasafnsins verið unnið að því að velja leigutaka og samstarfsaðila af kostgæfni. Rétt samsetning leigutaka er ekki síður mikilvæg en gott eignasafn. Viðskiptaumhverfið hefur að mestu verið hagstætt félaginu og flestum af leigutökum félagsins á liðnu ári, en óhófleg hækkun fasteignaskatta undafarin misseri er áhyggjuefni fyrir fasteignaeigendur og leigutaka. Hluti opinberra leigutaka og skráðra félaga er nú rúmlega þriðjungur af tekjum félagsins sem gefur félaginu mikinn styrk og traust til framtíðar og skapar félaginu mikla sérstöðu.
 
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnar og stjórnenda á árinu var vinna við stefnumótun félagsins. Reginn stendur á tímamótum þegar horft er til umfangs og styrks félagsins. Einnig eru vísbendingar um að framundan séu krefjandi og spennandi tímar á okkar sviði, með nýjum áherslum og tækifærum. Því var það mat okkar að nauðsynlegt væri að skerpa sýn og áherslur til framtíðar. Niðurstaða stefnumótunar liggur nú fyrir og er áætlað að gera henni góð skil á aðalfundi félagsins.

Fyrir hönd stjórnar þakka ég starfsfólki Regins fyrir vel unnin störf og samstarfið á árinu. Einnig vil ég þakka hluthöfum fyrir að standa þétt við bakið á félaginu á árinu 2018.

Ávarp forstjóra

Við starfsfólk og stjórnendur Regins erum ákaflega stolt og ánægð með stöðu og afkomu félagsins. Reginn er mjög sterkt og kraftmikið félag með mikinn fjölda traustra og góðra viðskiptavina. Rekstur félagsins gengur vel og við teljum að framtíðin sé björt og mikil tækifæri séu til frekari viðskiptaþróunar á okkar sviði.

Uppbygging og rekstur stórra verkefna

Á undanförnum árum hefur Reginn ráðist í mörg spennandi og krefjandi fjárfestingarverkefni. Árið 2018 fór að miklu leyti í að fylgja þeim verkefnum eftir, innleiða þau og aðlaga að rekstri félagsins. Reginn keypti útistandandi 45% hlut í FM-húsum ehf. á fyrri hluta ársins 2018. FM-hús ehf. fer með eignarhald og rekstur húsnæðis Áslandsskóla í Hafnarfirði og þriggja leikskóla í Hafnarfirði og Garðabæ. Félagið hefur nú verið í rekstri Regins í hálft annað ár með góðum árangri og fellur vel að núverandi rekstri félagsins í öðrum stórum eignum.

Helgi S. Gunnarsson

Umbreytingaferli Smáralindar er nú að ljúka með góðum árangri. Markmiðið í þessu ferli var einfalt:

Gera Smáralind að nútímalegri verslanamiðstöð sem sameinar verslun og afþreyingu.

Áskoranirnar voru hinsvegar krefjandi, Smáralind yrði að vera leiðandi í því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vörur frá sterkum alþjóðlegum vörumerkjum. Reginn hefur verið leiðandi í því að fá til landsins fjölmörg sterk og vinsæl alþjóðleg vörumerki og náð samningum við þessi vörumerki sem ekki hafa verið fáanleg á Íslenskum markaði fyrr en nú.

Uppbygging verslunarkjarnans á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur er á loka metrunum, verslunarrýmin eru einstaklega vel staðsett og af háum gæðum. Tenging við 1.100 stæða bílageymslu er hluti af þeim gæðum sem boðið eru upp á. Hafnartorg og þau hágæða verslunarrými sem þar eru fá mikla athygli. Reginn fékk afhent fyrstu útleigurýmin á Hafnartorgi um mitt ár 2018 og verslanir H&M og H&M Home opnuðu í kjölfarið í október. Næsti hluti Hafnartorgs mun opna með vorinu 2019, en áætlanir gera ráð fyrir að flest rými verði komin í rekstur haustið 2019.

Reginn festi kaup á allri jarðhæð lóðarinnar 5b við Austurbakka á árinu 2017. Staðsetning lóðarinnar er einstök, en hún er á milli Hafnartorgs, Austurbakka, fimm stjörnu hótelsins Edition og nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Framkvæmdir sem eru í höndum seljanda ganga vel, við kaupin var áætlað að Reginn fengi eignina afhenta af seljanda um mitt ár 2019 og rekstur gæti hafist haustið 2019 en búast má við því að það frestist og rekstur hefjist ekki fyrr en að vori 2020.

Kaup Regins á dótturfélögum FAST-1 slhf.

Undir lok árs 2017 skrifaði Reginn undir kaupsamning um kaup Regins á félögunum HTO ehf. og FAST-2 ehf. af FAST-1 slhf. Reginn fékk félögin afhent nú í september síðastliðnum. Helstu eignir félaganna eru Katrínartún 2 (turninn að Höfðatorgi) og Borgartún 8-16 sem hýsir skrifstofur Reykjavíkurborgar. Eignasafnið var nánast að fullu útleigt en stuttur meðallíftími leigusamninga í Katrínartúni, rúmlega fjögur ár, skapa mikil tækifæri fyrir félagið til framtíðar. Katrínartún 2 er skrifstofuhúsnæði í hæsta gæðaflokki og er vara sem félagið hefur haft takmarkaðan aðgang að hingað til. Það er gaman að geta boðið okkar viðskiptavinum sem og nýjum viðskiptavinum upp á slíka vöru. Með kaupunum eykst einnig hlutdeild tekna frá opinberum aðilum þar sem rúmlega 50% leigutekna HTO ehf. og FAST-2 ehf. koma frá opinberum aðilum.

Sérstaða Regins – tækifæri til sóknar

Á fyrstu árum félagsins eftir skráningu setti félagið sér þá stefnu að sækja í auknum mæli í að leigja húsnæði til opinberra aðila og stofnana. Nú, rúmlega sex árum síðar, er um 30% leigutekna félagsins frá opinberum aðilum, sveitarfélögum og stofnunum á vegum ríkisins. Stærsti leigutaki félagsins er Reykjavíkurborg sem leigir stærstan hluta Egilshallar ásamt skrifstofum að Borgartúni 8-16.

Ef bætt er við skráðum félögum á hlutabréfamarkaði við hlutfall opinberra leigutaka telur þetta um tæplega 40% leigutekna félagsins. Þessir traustu leigutakar gefa tekjustreymi félagsins aukinn stöðugleika, trúverðugleika og getu til að takast á við breytingar í efnahagsumhverfinu ásamt því að vera mikil sérstaða fyrir félagið. Samstarf Regins við opinbera aðila gengur vel og mikil þekking er innan Regins við rekstur slíkra samning. Það er sóknarfæri til framtíðar að geta boðið opinberum stofnunum upp á hagstæðar og vel útfærðar lausnir í húsnæðismálum.

Rekstur, umhverfi og samfélag

Á árinu 2018 var unnið að ýmsum samfélagslegum og umhverfistengdum verkefnum og greiningum. Reginn hefur lagt aukna áherslu á umhverfismál í rekstri félagsins á undanförnum árum. Það er trú okkar að með því að vera leiðandi á þessu sviði skapi það félaginu sterka samkeppnisstöðu. Reginn vill geta boðið viðskiptavinum félagsins upp á umhverfisvænar lausnir sem um leið auðveldar þeim fyrirtækjum að innleiða umhverfisstaðla. Með þessu fylgir einnig betri vöktun á rekstri og minnkun sóunar t.d. með orkusparnaði. Þá er dregið úr losun sorps og aukin flokkun þess svo eitthvað sé nefnt. Þetta mun einnig gefa félaginu tækifæri á því að gefa út græn skuldabréf undir skuldabréfaramma félagsins. Það er mikill hugur í starfsfólki félagsins varðandi þennan málaflokk.

Innri starfsemi

Á árinu fjölgaði mikið í starfsliði félagsins og skýrist það af yfirtöku á „rekstri í fasteignum“ en það er sú þjónusta sem félagið veitir leigutökum sínum í eignunum Smáralind, Egilshöll, skólum og leikskólum. Stöðugildi í þeim störfum sem tengjast „rekstri í fasteignum“ eru um 28. Eftir að félagið tók yfir reksturinn hefur náðst árangur bæði í auknum gæðum sem og lækkun rekstrarkostnaðar. Í heild voru stöðugildi hjá Regin um síðustu áramót 52.

Stöðugt er unnið að eflingu áhættuvitundar stjórnar og stjórnenda, þróun og uppbyggingu verkferla, styrkingu upplýsingakerfis og því að gera stjórnskipulag hnitmiðara. Í kjölfar jafnlaunaúttektar var hafinn undirbúningur að vottun.

Stjórn Regins

Stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson

Í stjórn frá apríl 2014

Fæðingarár: 1965

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eiganda Siglu ehf.

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka frá 1998-2007, yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs frá 1990-1998.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarformaður), Elliðaárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), Nesvellir ehf. (meðstjórnandi), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), NVL ehf. (meðstjórnandi), Sjóvá almennar tryggingar hf. (meðstjórnandi), Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Traðarhyrna ehf. (stjórnarformaður) og Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi) og Húsafell hraunlóðir ehf. (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Tómas er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf. en það félag kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Einnig leigir Klasi ehf. skrifstofuhúsnæði af dótturfélagi Regins hf. á Suðurlandsbraut 4 en Tómas er stjórnarformaður hjá Klasa

 

Varaformaður

Albert Þór Jónsson

Í stjórn frá apríl 2015.

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) frá 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. frá 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun frá 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu frá 1986-1990.

Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 150.000 hluti í félaginu eða 0,0082%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Albert er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

Meðstjórnandi

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2014

Fæðingarár: 1964

Menntun: M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2015.Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.

Önnur stjórnarseta:  Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands frá 2006, Ofanleiti 1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varastjórn), Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: 18.000 hlutir eða 0,0010%

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Bryndís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Meðstjórnandi

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Í stjórn frá mars 2018

Fæðingarár: 1975

Menntun: M.Sc. í fjármálum frá Háskóla Íslands 2011. Prisma diplímanám frá Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst 2009. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998.

Aðalstarf:  Rekstrarstjóri verslunarsviðs Fríhafnarinnar ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Igló ehf. frá 2011-2016, verkefnastjóri Baugur Group á sviði smásölu, fasteigna og trygginga frá 2002-2009, Senior Account Manager Kaupthing Bank Luxembourg SA frá 2000-2002, Sjóðstjóri skuldabréfa- og lífeyrissjóða og eignastýring fyrir fagfjárfesta hjá Verðbréfasjóði Íslandsbanka VÍB 1997-2000.

Önnur stjórnarseta:  Svanni – lánatryggingasjóður kvenna (stjórnarformaður), Brunnur vaxtarsjóður slhf. (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Guðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Meðstjórnandi

Ólöf Hildur Pálsdóttir

Í stjórn frá mars 2018

Fæðingarár: 1977

Menntun: Cand.Oecon viðskiptafræðingur af fjármálasviði Háskóli Íslands 2000 og með próf í verðbréfamiðlun. 

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Sviðsstjóri viðskiptaumsjónar hjá Arion banka 2017, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka frá frá 2013-2017, seta í lánanefndum Arion banka frá 2011-2017, setja í eigna- og fjárhagsskuldbindinganefnd/ALCO Arion frá 2016-2017, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Arion banka frá 2009-2013, Deputy Head of Investor Relations hjá Kaupþingi frá 2006-2008, Investment Strategist hjá Kaupthing Luxembourg frá 2004-2006 og sjóðstjóri og greining hjá Kaupþing frá 1998-2003.

Önnur stjórnarseta:  VÍS 2018 (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: 10.000 hlutir eða 0,0003%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Ólöf er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Varamaður

Finnur Reyr Stefánsson

Í varastjórn frá apríl 2014

Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virgina Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá 2007 og sem framkvæmdastjóri Snæbóls ehf.

Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis frá 2006 – vor 2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) frá 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins frá 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Klasi ehf. og dótturfélög, Umbreyting slhf, Snæból ehf. (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Finnur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

 

Varamaður

 Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013.

Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í hagfræði frá sama skóla.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi

Starfsreynsla: Nefndarmaður í Fjármálaráði frá 2016-2019. Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum frá 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Listdansskóli Íslands ses (stjórnarformaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Hjördís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Forstjóri

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Fæðingarár: 1960

Menntun: M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, 1986. Hefur lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari.

Starfsreynsla sl. ár: Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.

Núverandi stjórnarseta: Helgi er stjórnarformaður allra dótturfélaga Regins hf. sem eru í fullri eigu félagsins auk þess að vera stjórnarmaður í B38 ehf.

Hlutafjáreign: Helgi á 1.521.952 hluti í félaginu í gegnum félagið B38 ehf. eða 0,0833%.

 

 

Stjórnendur félagsins

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Eyþór er meðstjórnandi í Rekstrarfélagi Egilshallar ehf. 

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er fjármálahagfræðingur M.Sc. frá Háskóla Íslands, 2012 og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór lauk einnig sveinsprófi í húsasmíði 2006.

 

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er yfirlögfræðingur félagsins og hóf störf í apríl 2016. 

Dagbjört er meðstjórnandi í Reykjum fasteignafélagi ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvöllum ehf.,  Dagbjört er auk þess varamaður í stjórn HTO ehf., RA 16 ehf.  og 220 Miðbæ ehf. þar sem að Reginn hf. er meðeigandi.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf. 

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds og hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.

 

 

 

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012 og er hann einnig staðgengill forstjóra.

Áður hefur Jóhann starfað sem fjármálastjóri Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., HB Granda hf. og Pharmaco hf. Jóhann var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar í 8 ár.

Jóhann er viðskiptafræðingur Cand.oecon frá Háskóla Íslands 1984.

 

Páll V. Bjarnason

Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri Regins Atvinnuhúsnæðis frá 2016. 

Páll er stjórnarformaður í 201 Miðbær ehf. auk þess að vera varamaður í eftirtöldum dótturfélögum Regins hf.: Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf., RA 5 ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvellir ehf. og Reykir fasteignafélag ehf.

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.

 

Sturla Gunnar Eðvarðsson

Sturla hefur verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags og Rekstrarfélags Smáralindar frá árinu 2010.

Sturla var áður framkvæmdastjóri Samkaupa, forstöðumaður verslunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Sturla er rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1992.

 

 

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Sunna starfar sem framkvæmdastjóri Knatthallarinnar ehf. og Kvikmyndahallarinnar ehf. sem reka Egilshöll í Grafarvogi. Sunna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Sunna er stjórnarformaður Rekstrarfélags Egilshallar.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og stjórn Rekstrarfélagsins Stæði slhf.

Sunna hefur lokið B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

 

Tinna Jóhannsdóttir

Tinna starfar sem forstöðumaður markaðsmála og stýrir markaðsstarfi Smáralindar og Regins. Tinna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Áður starfaði Tinna sem markaðsstjóri hjá Brimborg, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, framkvæmdastjóri Fífu barnavöruverslunar auk þess að hafa stýrt öðrum smásöluverslunum um árabil.

Tinna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ.