Ávarp stjórnarformanns
Fyrir hönd stjórnar þakka ég starfsfólki Regins fyrir vel unnin störf og samstarfið á árinu. Einnig vil ég þakka hluthöfum fyrir að standa þétt við bakið á félaginu á árinu 2018.
Ávarp forstjóra
Umbreytingaferli Smáralindar er nú að ljúka með góðum árangri. Markmiðið í þessu ferli var einfalt:
Gera Smáralind að nútímalegri verslanamiðstöð sem sameinar verslun og afþreyingu.
Áskoranirnar voru hinsvegar krefjandi, Smáralind yrði að vera leiðandi í því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vörur frá sterkum alþjóðlegum vörumerkjum. Reginn hefur verið leiðandi í því að fá til landsins fjölmörg sterk og vinsæl alþjóðleg vörumerki og náð samningum við þessi vörumerki sem ekki hafa verið fáanleg á Íslenskum markaði fyrr en nú.
Uppbygging verslunarkjarnans á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur er á loka metrunum, verslunarrýmin eru einstaklega vel staðsett og af háum gæðum. Tenging við 1.100 stæða bílageymslu er hluti af þeim gæðum sem boðið eru upp á. Hafnartorg og þau hágæða verslunarrými sem þar eru fá mikla athygli. Reginn fékk afhent fyrstu útleigurýmin á Hafnartorgi um mitt ár 2018 og verslanir H&M og H&M Home opnuðu í kjölfarið í október. Næsti hluti Hafnartorgs mun opna með vorinu 2019, en áætlanir gera ráð fyrir að flest rými verði komin í rekstur haustið 2019.
Reginn festi kaup á allri jarðhæð lóðarinnar 5b við Austurbakka á árinu 2017. Staðsetning lóðarinnar er einstök, en hún er á milli Hafnartorgs, Austurbakka, fimm stjörnu hótelsins Edition og nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Framkvæmdir sem eru í höndum seljanda ganga vel, við kaupin var áætlað að Reginn fengi eignina afhenta af seljanda um mitt ár 2019 og rekstur gæti hafist haustið 2019 en búast má við því að það frestist og rekstur hefjist ekki fyrr en að vori 2020.
Kaup Regins á dótturfélögum FAST-1 slhf.
Undir lok árs 2017 skrifaði Reginn undir kaupsamning um kaup Regins á félögunum HTO ehf. og FAST-2 ehf. af FAST-1 slhf. Reginn fékk félögin afhent nú í september síðastliðnum. Helstu eignir félaganna eru Katrínartún 2 (turninn að Höfðatorgi) og Borgartún 8-16 sem hýsir skrifstofur Reykjavíkurborgar. Eignasafnið var nánast að fullu útleigt en stuttur meðallíftími leigusamninga í Katrínartúni, rúmlega fjögur ár, skapa mikil tækifæri fyrir félagið til framtíðar. Katrínartún 2 er skrifstofuhúsnæði í hæsta gæðaflokki og er vara sem félagið hefur haft takmarkaðan aðgang að hingað til. Það er gaman að geta boðið okkar viðskiptavinum sem og nýjum viðskiptavinum upp á slíka vöru. Með kaupunum eykst einnig hlutdeild tekna frá opinberum aðilum þar sem rúmlega 50% leigutekna HTO ehf. og FAST-2 ehf. koma frá opinberum aðilum.
Sérstaða Regins – tækifæri til sóknar
Á fyrstu árum félagsins eftir skráningu setti félagið sér þá stefnu að sækja í auknum mæli í að leigja húsnæði til opinberra aðila og stofnana. Nú, rúmlega sex árum síðar, er um 30% leigutekna félagsins frá opinberum aðilum, sveitarfélögum og stofnunum á vegum ríkisins. Stærsti leigutaki félagsins er Reykjavíkurborg sem leigir stærstan hluta Egilshallar ásamt skrifstofum að Borgartúni 8-16.
Ef bætt er við skráðum félögum á hlutabréfamarkaði við hlutfall opinberra leigutaka telur þetta um tæplega 40% leigutekna félagsins. Þessir traustu leigutakar gefa tekjustreymi félagsins aukinn stöðugleika, trúverðugleika og getu til að takast á við breytingar í efnahagsumhverfinu ásamt því að vera mikil sérstaða fyrir félagið. Samstarf Regins við opinbera aðila gengur vel og mikil þekking er innan Regins við rekstur slíkra samning. Það er sóknarfæri til framtíðar að geta boðið opinberum stofnunum upp á hagstæðar og vel útfærðar lausnir í húsnæðismálum.
Rekstur, umhverfi og samfélag
Á árinu 2018 var unnið að ýmsum samfélagslegum og umhverfistengdum verkefnum og greiningum. Reginn hefur lagt aukna áherslu á umhverfismál í rekstri félagsins á undanförnum árum. Það er trú okkar að með því að vera leiðandi á þessu sviði skapi það félaginu sterka samkeppnisstöðu. Reginn vill geta boðið viðskiptavinum félagsins upp á umhverfisvænar lausnir sem um leið auðveldar þeim fyrirtækjum að innleiða umhverfisstaðla. Með þessu fylgir einnig betri vöktun á rekstri og minnkun sóunar t.d. með orkusparnaði. Þá er dregið úr losun sorps og aukin flokkun þess svo eitthvað sé nefnt. Þetta mun einnig gefa félaginu tækifæri á því að gefa út græn skuldabréf undir skuldabréfaramma félagsins. Það er mikill hugur í starfsfólki félagsins varðandi þennan málaflokk.
Innri starfsemi
Á árinu fjölgaði mikið í starfsliði félagsins og skýrist það af yfirtöku á „rekstri í fasteignum“ en það er sú þjónusta sem félagið veitir leigutökum sínum í eignunum Smáralind, Egilshöll, skólum og leikskólum. Stöðugildi í þeim störfum sem tengjast „rekstri í fasteignum“ eru um 28. Eftir að félagið tók yfir reksturinn hefur náðst árangur bæði í auknum gæðum sem og lækkun rekstrarkostnaðar. Í heild voru stöðugildi hjá Regin um síðustu áramót 52.
Stöðugt er unnið að eflingu áhættuvitundar stjórnar og stjórnenda, þróun og uppbyggingu verkferla, styrkingu upplýsingakerfis og því að gera stjórnskipulag hnitmiðara. Í kjölfar jafnlaunaúttektar var hafinn undirbúningur að vottun.
Stjórn Regins
Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka frá 1998-2007, yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs frá 1990-1998.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarformaður), Elliðaárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), Nesvellir ehf. (meðstjórnandi), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), NVL ehf. (meðstjórnandi), Sjóvá almennar tryggingar hf. (meðstjórnandi), Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Traðarhyrna ehf. (stjórnarformaður) og Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi) og Húsafell hraunlóðir ehf. (meðstjórnandi).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Tómas er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf. en það félag kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Einnig leigir Klasi ehf. skrifstofuhúsnæði af dótturfélagi Regins hf. á Suðurlandsbraut 4 en Tómas er stjórnarformaður hjá Klasa
Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 150.000 hluti í félaginu eða 0,0082%.
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Albert er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Önnur stjórnarseta: Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands frá 2006, Ofanleiti 1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varastjórn), Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: 18.000 hlutir eða 0,0010%
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Bryndís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Igló ehf. frá 2011-2016, verkefnastjóri Baugur Group á sviði smásölu, fasteigna og trygginga frá 2002-2009, Senior Account Manager Kaupthing Bank Luxembourg SA frá 2000-2002, Sjóðstjóri skuldabréfa- og lífeyrissjóða og eignastýring fyrir fagfjárfesta hjá Verðbréfasjóði Íslandsbanka VÍB 1997-2000.
Önnur stjórnarseta: Svanni – lánatryggingasjóður kvenna (stjórnarformaður), Brunnur vaxtarsjóður slhf. (varamaður).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Guðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Önnur stjórnarseta: VÍS 2018 (varamaður).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: 10.000 hlutir eða 0,0003%.
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Ólöf er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Varamaður
Finnur Reyr Stefánsson
Í varastjórn frá apríl 2014
Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virgina Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.
Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá 2007 og sem framkvæmdastjóri Snæbóls ehf.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis frá 2006 – vor 2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) frá 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins frá 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Klasi ehf. og dótturfélög, Umbreyting slhf, Snæból ehf. (varamaður).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Finnur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Varamaður
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Í stjórn Regins frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013.
Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í hagfræði frá sama skóla.
Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi
Starfsreynsla: Nefndarmaður í Fjármálaráði frá 2016-2019. Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum frá 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Listdansskóli Íslands ses (stjórnarformaður).
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Hjördís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
Forstjóri
Núverandi stjórnarseta: Helgi er stjórnarformaður allra dótturfélaga Regins hf. sem eru í fullri eigu félagsins auk þess að vera stjórnarmaður í B38 ehf.
Hlutafjáreign: Helgi á 1.521.952 hluti í félaginu í gegnum félagið B38 ehf. eða 0,0833%.